Jaguar Land Rover

HEIMUR JAGUAR LAND ROVER

70 ára afmæli Land Rover

SAGA SEM ER RÉTT AÐ HEFJAST

Fyrsti Land Rover bílinn var smíðaður árið 1948. Hann var allt frá byrjun hannaður með einfaldleika og notagildi í huga og hefur allt frá upphafi skapað sér nafn fyrir seiglu og hæfileika til að takast á við fjölbreytt verkefni.

Þetta hófst allt í fjörunni við Red Wharf flóa á eynni Anglesey á Englandi árið 1947 þegar Maurice Wilks dró útlínur í sandinn af því sem síðar átti eftir að verða þekktasti bíll Bretlands. Sextíu og átta árum síðar fórum við á nokkrum Defender bílum í fjöruna við Red Wharf til að draga þessar sömu útlínur í virðingu við síðustu framleiðslueintök Defenderbílanna. Nú, í tilefni 70 ára afmælisins, drógum við 250 metra langa línu í snjóinn í frönsku Ölpunum með snjólistamanninum Simon Beck.

Hvort sem er í fjöruborði, þykkum skógi og runna, eyðimörk og háum fjallahéruðum eða í þykkri leðju, drullu, sandi eða snjó, þá hefur Land Rover, fyrsti raunverulegi alhliða torfærubíllinn á markaðnum, alltaf verið táknmynd framúrskarandi getu og ævintýra. Á Land Rover ferðu hvert og hvenær sem er óháð erfiðleikastigi, aðstæðum og veðri. Við höfum gert magnaða hluti á umliðnum árum: Dregið járnbrautalestir, spilað Land Rover upp virkjunarvegg, tekist á við tröllháa hraðahindrun og þotið uppá fjallstopp eftir 999 snarbröttum steinþrepum á sönnum sportjeppa sem er hraðskreiðari en sportbíll.

Getan og hæfileikinn til að komast ávallt „lengra og ofar“ hafa alltaf verið kjarneinkenni Land Rover sem þeir treysta helst sem vinna að verkefnum í þágu mannúðar, verndar og rannsókna. Það er af þeim ástæðum sem Land Rover hefur löngum verið áberandi í starfi alþjóðlegra hjálparsamtaka. Víða um heim er Land Rover tákngervingur vonar og björgunar vegna hæfileika síns til að komast þangað sem enginn annar bíll hafði áður komist. Það er því ekki að undra þótt sumir af eldri kynslóðinni segi að Land Rover hafi verið fyrsti bíllinn sem augu þeirra festust á!

Þetta er líka gott tækifæri til að fagna tímanum sem varið hefur verið í vinnu við hönnun, verkfræði, smíði og afhendingu Land Rover til viðskiptavina um allan heim. Tíminn hefur einkennst af verkkunnáttu og innblæstri sem sameinast í þróunarstarfi og smíði bíla sem eru elskaðir um allan heim. Lode Lane í Solihull er staðurinn þar sem 7,2 milljónir Land Rover hafa verið smíðaðir síðastliðin 70 ár auk 1,4 milljóna eintaka af Freelander, Evoque og Discovery Sports frá verksmiðjunni í Halewood.

Aukin rafvæðing og meiri sjálfvirkni í bílum skapa Land Rover svo sannarlega ný og spennandi tækifæri á næstu árum og áratugum. En í augnablikinu ætlum við þó að dvelja við liðinn tíma; arfleifð okkar, og minnast þess sem fyrirtækið, bílar þess og fólkið á bak við starfið hefur áorkað á liðnum áratugum.

Horfðu á útsendingu sem Land Rover hélt
sérstaklega í tilefni af 70 ára afmælinu